Dagur 2

jep það gekk betur í dag ;) ég mundi allt sem þurfti að muna ( eða ég gleymi ´því ennþá) svo daman mætti hress kl 08:22, já ég mundi eftir bolnum í pokanum ;) og að spyrja hvort yrði farið í sund snemma eða seint og eins að segja að daman mætti ekki fara í sund. jæja þá skellti ég mér í rætur Esjunnar, en lengra var ekki farið að sinni, rölt um "skóginn" í 45 mín og svo heim í persónuuppbyggingu. Ennþá er íbúðin soldið á skjön við ....... æ allt held ég haha en þetta kemur fyrir jól vonandi. ég hrindi eftirfylgni ohhh dugleg ég já. Bjallaði í Fjólu og fékk fréttir af doksa og svo komu þær systur hér um kl 17 með smá kökubita sem var rifinn út eins og aldrei hafi sést annað eins og mun ekki gera hahah svo fór Fjóla heim en daman settist við tölvuna og hlustaði á leikritið sitt um leið og lesið var yfir öllum vinunum :D hún er indi. en ekki var hún neitt sérstaklega hrifin af skyndimatnum mínum (ormagrautur) alla vega gekk hægt ofaní hana og svo .... ææææ er ekki svöng, hún hafði verið svo heppin að frænka hennar kom í mat og hafði með sér brauð og gaf dömunni með sér. Nú ákvað ég að hlaupa af verðinum og fékk bóndann til að " passa" og þegar ég kem heim kl 22.30 þá var daman steinsofandi  svo ekki veit ég hvað þeim fór á milli, skemmtilegt eða leiðinlegt.
en já hún sýndi systir sinni ánægð heklubandið sem hún gerði í gær :)
knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir

hehe... snilld að allt gengur betur... allt gekk líka vel hér í dag í UK.... erum gengnar upp að hnjám af hundagöngum og búðarrápi, á morgun tekur við óperusýning í einum af "grasagörðunum"  hér annað kvöld.

knús frá UK

Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir, 10.6.2011 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband