Tilraunarblogg

jæja hugsa að þetta verði svona nærri því eins og dagbók sem ég skrifaði hérna einu sinni.

Dagurinn í dag var bara þokkalegur, vaknaði að venju of snemma þó það sé helgi, það er svona þegar maður er vanur að vakna um kl 05 þá er alveg glatað að halda að maður geti sofið til 09-10 svona um helgar. algjör bjartsýni. en hvað um það þá tókst mér að liggja það lengi að ég sofnaði smá aftur og var bara ánægð með það.

við ákváðum að versla svona mánaðarmótarversl, ég versla yfirleitt slattttttta um mán mót því mér finnst ekkert sérstaklega gaman að fara í búðir. alla vega ekki til að versla fyrir mig, finnst í lagi að fara með öðrum þegar verið er að pæla í einhverju ja eða bara eyða tímanum. ég held að vörur hafi hækkað aðeins hehe alla vega fannst mér við ekki versla meira en svona mánmótversl en það var samt alla vega 5000kr dýrara en áður.

það er farið að kólna slatta svo það var keyptur eldiviður, spáin segir 20 í - það verður ábyggilega kalt í stofunni hjá mér ef ég kyndi ekki með arninum.

Depill kom í heimsókn í dag, hann er yndislegur (hundur) en litla skottið hér á bæ var ekki par hrifin því hún safnar öllllu sem hún finnur á gólfinu í bælið sitt og svo kemur þessi risi (labrador) og fer að taka til hjá henni, það endaði á að hún missti alveg þolinmæðina og ætlaði að ráðast á hann urrandi eins og köttur hehe svo findin, ég þurfti auðvita að stoppa það því mér finnst að hún eigi ekki að láta svona, min gamla gerði ekkert svona, ekki nema það væri hrátt hakk en allir skilja það því hrátt nautahakk er það besta í heimi hunda.

svo eldaði mannfólkið djúpsteiktan fisk jú og nokkrar rækjur með súrsætri + chilli sósu og grjónum.

jæja þá er þessi þægilegi laugardagur búin.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband