jæja komin í lóðrétta stöðu

ég hef ekki orðin lasin ónei en skammdegi og þetta tíbíska þunglyndi eða ég held meira lélegt sjálfsmat sem dregur mig stundum niður og þá er ég mis fljót á fætur.
hef stundað jógað og dansinn en ekki gert mikið meira en það.
svo er bara komið nóg og ég búin að gera matarplan og hef matinn kl 18 og svo er gengið eftir það með manninum.
ég fer líka út að ganga á mánudögum og föstudögum með Eddu vinkonu og vinnufélaga en maðurinn sleppur ekkert um kvöldið fyrir því hehe.
held að með því að hafa matinn kl 18 í stað 19 og stundum aðeins yfir það, gerir það að verkum að maður borðar minna og svo er bara kvöldið langt og ég get farið að sofa á skikknlegum tíma útgengin og fín hehe.
ég er líka búin að kaupa mér miða á Magna með Queenshow hér í Græna hattinum á föstudaginn, úps ég heyri ekki nógu vel eða skil ekki nógu vel því það er víst fundur hjá RJ hér á Akureyri á föstudagskvöldið, vona að það mæti fleiri en hjá Sylvíu síðast!!!!!!!!!!!!!! en Magni byrjar ekki fyrr en kl 22 þannig að þetta ætti alveg að reddast.
já ekki nóg með það því mig langar líka á Fúlar á móti á fimtudeginum hehe og með mömmu, það er alveg hægt að hlæja með henni og já yndislegt. ætla að sjá hvort ekki er hægt að fá miða (örfá sæti laus) þá kemur mamma með rútunni á þriðjudaginn og verður kannski fram á sunnudag.
mig hlakkar til STS um helgina vá hvað það er mikið að gera hjá mér núna já það er nú eins gott að koma sér uppppp úr þessari lægð sem mér fannst vera orðin of löng og djúp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband