Drengurinn að ná 16 árinu

Að hugsa sér að "litli" sjálfstæði prufa sem mest strákurinn minn sé að verða 16 á morgun, hann er indæll strákur ekki að ég hafi neitt út á hin börnin mín að setja ó nei held ég hafi bara verið nokkuð heppin með barnaeintökin mín, mismunandi í alla staði en indæl og skemmtileg börn. en þeir sem þekkja til vita hvað hefur stundum gengið á hér á þessu heimili.
Hann strauk úr leikskólanum 4-5 ára hehe fór yfir mannhæða háa girðingu því hann þoldi ekki að vera lokaður inni svo þegar nálgaðist heimferð fór hann til baka í leikskólann og var að sjálfsögðu fagnað eða þannig, ég var spurð í búðinni hvort drengurinn hefði fundist og auðvita kom ég af fjöllum en fékk útskýringuna þegar ég náði í hann og það var víst ekki bara einu sinni sem hann gerði þetta.
hann þurfti líka að ath hvernig það væri að vera fastur við rör, í frosti hehe það tók smá tíma að ná þeim vinunum af rörinu og tungan var soldið slöpp í smá tíma á eftir.
hlakka til að vera með honum í æfingarakstri (vona að hann sé ekki líkur mér) vorum að tala við kennara í sambandi við það allt.

þá er líka að minnast Súðarvíkur snjóflóðsins. man vel eftir því, því afmælisveislan var í gangi og allir límdir við tv. ég hugsa alltaf til þeirra sem áttu og þekktu vel til þar. ég sjálf þekkti til á Flateyri og þekkti nokkra sem fórust þar og einnig sem misstu hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þannig að það eru bæði jákvæðar og neikvæðar minningar frá þessu degi. Ég man þetta vel, var heima með Öglu Rún 9.daga gamla í brjáluðu veðri og ég fárveik.

Annars kíktu á auglýsinguna hjá mér fyrir sunnudaginn.

Anna Guðný , 15.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband